Veit­ingastaður­inn Skál í Hlemmi mat­höll fékk hina virtu Bib Gourmand-viður­kenn­ingu frá Michel­in nú í gær. Bib Gourmand-viður­kenn­ing­in er veitt veit­inga­stöðum sem bjóða upp á hágæðamat á sann­gjörnu verði.  Í um­sögn Michel­in seg­ir að Skál sé skemmti­leg­ur lít­ill staður í fyrstu mat­höll Íslend­inga þar sem er hægt að deila nú­tíma­leg­um út­gáf­um af hefðbundn­um ís­lensk­um rétt­um.

Það eru tveir eyjamenn sem eru í eigendateymi Skálar, en það eru félagarnir Gílsi Matth­ías Auðuns­son og Gísli Grímsson. En Gísli Matth­ías er einnig yfirkokkur og einn af eigendum Slippsins í Vestmanneyjum sem einnig hefur fengið margar viðurkenningar erlendis frá.