Á fundi Bæjarráðs í gær var því fagnað að hin svokallaða “skoska leið” sé komin inn í samgönguáætlun. Það er stórt skref í að gera innanlandsflug að almenningssamgögnum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með að inn í texta samgönguáætlunar sé gert ráð fyrir óháðri úttekt á Landeyjarhöfn.

Bæjarráð beinir þeim óskum til fulltrúa umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að fastar verði að orði kveðið um að flýta viðhaldsframkvæmdum við flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Jafnframt ítrekar bæjarráð mikilvægi Landeyjarhafnar fyrir fólk og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og að vel sé staðið að framkvæmdum, viðhaldi og rekstri hafnarinnar.