Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2019 hefst föstudaginn 2. ágúst og hófst salan í dag, miðvikudag. Eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa miða í dalinn og miða í Herjólf á vefsíðunni Dalurinn.is Eingöngu er hægt að panta fyrir gangandi farþega á dalurinn.is, bílamiða þarf að kaupa af Herjólfi.

Fyrstu nöfnin sem tilkynnt eru  eru söngkonan GDRN sem kemur fram á hátíðinni í fyrsta skipti, stórstjarnan Herra Hnetusmjör og Huginn trylla Herjólfsdal og raftónlistartvíeykið ClubDub sömuleiðis en þeir slógu í gegn sl. sumar með smellum á borð við Clubbed Up, Drykk 3x og Eina Sem Ég Vil.