Þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 í knattspyrnu Völdu þá Felix Örn Friðriksson og Sigurð Arnar Magnússon á æfingar sínar sem fram fóru síðustu helgi.
Felix Örn kom aftur til ÍBV í desember eftir að hafa verið á láni hjá danska félaginu Velje en Sigurður Arnar átti mjög gott tímabil með meistaraflokki síðasta sumar.

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands í U-17 í knattspyrnu valdi Clöru Sigurðardóttur í lokahóp sinn fyrir tvo vináttu landsleiki gegn Írum hér heima. Liðið æfði um síðustu helgi og spilaði á mánudaginn og í dag gegn Írum.
Clara stóð sig vel með U-16 landsliðinu á síðasta ári og kom sterk inní hóp U-17 í haust.

Davíð Snorri Jónsson landsliðsþjálfari U-16 í knattspyrnu valdi 24 manna úrtakshóp sem kemur saman til æfinga 1.-3.mars. Davíð valdi Eyþór Orra Ómarsson frá ÍBV en Eyþór hefur átt fast sæti í þessum hóp undanfarið.

Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari U-15 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu hefur valið úrtakshóp sem kemur saman um næstu helgi.
Lúðvik valdi fjóra leikmenn frá ÍBV eða þær, Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur, Þóru Björgu Stefánsdóttur, Helenu Jónsdóttur og Bertu Sigursteinsdóttur.