Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum.

Við förum um víðan völl í blaðinu. Tölum meðal annars við byggingarfulltrúa og förum yfir fasteignamarkaðinn. Við tókum spjall við frumkvöðla og fyrsta íslenska atvinnumanninn í tölvuleikjaspilun.
Daniela Götchi hefur verið búsett í Vestmananeyjum í tólf ár, náttúran og orkan á Heimaey heillaði hana, hún ætlar að taka þátt í puffin run í maí.
Sigrún Arna Gunnarsdóttir lét gamlan draum rætast og fór í fjarnám í innanhúshönnun frá Stokkhólmi.
Ólöf Ragnarsdóttir prýðir forsíðuna að þessu sinni og má finna einlægt viðtal við hana í blaðinu. Þetta og meira í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.