Þessa daganna er verið að siglingarprófa nýja Herjólfi en áætlað er að nýr Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja í lok mars ef allt gengur eftir.

Andrés Sigurðsson, sem á sæti í smíðanefnd fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, er í Póllandi og sagði í samtali við Vísir að þeir hefðu farið snemma út í morgun. „Það var farið út snemma í morgun og verður allur búnaður skipsins prófaður næstu daga. Svo þarf að sinna því sem kemur upp. Það eru alltaf einhverjir hnökrar sem koma upp,“ segir Andrés og sagði skipið vera stöðugt, „það á eftir að koma fólki á óvart hvað það er stöðugt. Við höfum ekki lent í neinni brælu, en það er um fimmtán metra vindur. Maður finnur að það er mjög stöðugt. Við eigum eftir að keyra á veltiuggum, en þeir eru að beygja skarpt á fullri ferð. Það leggst ekki á hliða eins og á gamla Herjólfi. Svo er skipið virkilega flott,“ segir Andrés við Vísir.