Miðasalan fór vel af stað

Sala á miðum í Herjólf, fyr­ir Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæ­ferða. Miðasala hófst kl. 9 í gær­morg­un og rúm­um klukku­tíma síðar var orðið upp­selt í all­ar ferðir hjá Sæ­ferðum mánu­dag­inn 2. ág­úst.

„Miðasal­an er búin að ganga mjög vel hjá okk­ur. Það er eig­in­lega orðið upp­selt á föstu­deg­in­um og upp­selt á mánu­deg­in­um af þeim miðum sem við vor­um með í sölu,“ sagði Rann­veig Ísfjörð, af­greiðslu­stjóri Herjólfs í samtali við Morgunblaðið.

Mikið álag var á bók­un­ar­vél fyr­ir­tæk­is­ins sem tók við um 800 bók­un­um fyrsta klukku­tím­ann eft­ir opn­un. „Það var óvenju­lítið álag á sím­an­um því netið tók þetta eig­in­lega allt hjá okk­ur. Um 90% söl­unn­ar fóru fram á net­inu,“ seg­ir Rann­veig í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Enn er hægt að fá miða í dalinn og með Herjólfi heim á mánudeginum inná dalurinn.is