Á íbúafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl., fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, yfir niðurstöður árlegrar könnunar Gallup á þjónustu bæjarins og í framhaldi fóru fram umræður milli þátttakenda á fundinum.

Almennt ríkir ánægja meðal bæjarbúa með þjónustu bæjarins. Þannig voru 76% ánægðir með þjónustuna í heild, 19% hvorki né og 5% óánægðir.
Að mati þátttakenda í könnuninni þarf einkum að bæta samgöngumálin, skipulagsmálin og sorphirðuna.
Tilgangur íbúafundarins í síðustu viku var að ræða um einstaka þætti könnunarinnar og kanna með hvaða hætti hægt er að bæta þjónustu við bæjarbúa. Umræður fóru fram í fimm hópum og verða niðurstöður hópanna teknar fyrir í hlutaðeigandi fagráðum bæjarins.

Hægt er að sjá niðurstöður þjónustukönnunar Gallup hér