Eftir hádegi í dag héldu Heimaey og Sigurður út á sjó og liggur leiðin þeir þeirra að Írlandi þar sem planið er að veiða kolmunna.
Eyþór Harðarson útgerðastjóri Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir að úr því að ekkert hafi fundist af loðnu sem leyfði veiðar að þá er væri það kolmunni sem sækja þarf vestur af Írlandi. „Við erum með 11.000 tonna kolmunnakvóta hjá Ísfélaginu og vonandi náum við tveimur túrum á skip fyrir miðjan mars. Þegar því er lokið hafa uppsjávarskipin ekki verkefni fyrr en í makrílnum sem hefst í júlímánuði,“ sagði Eyþór.