Á föstudaginn var ÍBV síðasta liðið til að tryggja sætið sitt í undanúr­slit­um CocaCola-bik­ars kvenna í hand­bolta með 28:21-sigri á KA/Þ​ór hér heima. Ester Óskars­dótt­ir og Greta Kavaliauskaite voru marka­hæst­ar hjá ÍBV með fimm mörk og Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir skoraði fjög­ur. Það verða ÍBV, Val­ur, Stjarn­an og Fram sem berj­ast um bikar­meist­ara­titil­inn í Laug­ar­dals­höll­inni í næsta mánuði. Undanúr­slit­in fara fram 7. mars og úr­slita­leik­ur­inn tveim­ur dög­um síðar.

Sigurmarkið kom af vítalínunni
Há­kon Daði Styrmis­son tryggði ÍBV sig­ur á Aft­ur­eld­ingu þegar liðin átt­ust við í 16. um­ferð Olís­deild­ar karla í hand­knatt­leik í Vest­manna­eyj­um í gær. Leikn­um lauk með 27 mörk­um ÍBV gegn 26 hjá gest­un­um. Há­kon skoraði sig­ur­mark leiks­ins þegar leik­ur­inn var bú­inn og það af vítalín­unni.

„Þetta var langþráður og gríðarlega góður sig­ur, við gröf­um okk­ur í holu í fyrri hálfleik eins og við erum van­ir að gera á heima­velli. Sem bet­ur fer voru þetta bara fimm mörk í þetta skiptið, þannig að það nægði okk­ur til að elta þá uppi,“ sagði Krist­inn Guðmunds­son, aðstoðarþjálf­ari ÍBV við mbl.is í gær
„Það er mik­il­vægt að öll­um líði vel inni á vell­in­um og við þurf­um að vinna í því að sprengja af okk­ur, all­ir þeir fjór­tán sem eru í hópn­um vilja rosa­lega mikið og lang­ar rosa­lega að gera vel við alla þessa stuðnings­menn sem eru hérna, það eru for­rétt­indi að fá að spila fyr­ir fram­an þetta fólk. Það er eðli­legt að menn setji kröf­ur á sjálf­an sig, en við þurf­um að finna ein­hvern bal­ance í því til að njóta þess að spila,“ sagði Kristinn.