Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður verði allt að 50 metrum á sekúndu.

Gul viðvörun mun taka gildi á Suðurlandi klukkan átta í kvöld og er hún í gildi til miðnættis að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Samkvæmt veðurspá mun veðrið í Vestmannaeyjum ná hámarki í fyrramálið og fram yfir hádegi. Þegar líða tekur á kvöldið á veðrinu að lægja talsvert.

Ölduspáin fyrir morgundaginn er einnig mjög slæm.