Óveðrið sem hefur gengið yfir landið í nótt hafa eyjamenn fengið að finna vel fyrir. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út rétt fyrir miðnætti í gær vegna tilkynningar um að þak væri farið að losna af húsi. Ekki er vitað til þess að fleiri útköll hafi verið.

„Þetta er að þró­ast al­veg eins og spá­in var að gera ráð fyr­ir,“ seg­ir Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is. Allt að því ofsa­veður sé á nokkr­um stöðum. „Það er orðið mjög hvasst með allri suðaust­ur­strönd­inni og á sunn­an­verðum Aust­fjörðum og svo er farið að hvessa sums staðar fyr­ir norðan. Veðrið er þó ekki komið alls staðar né er það búið að ná full­um styrk.“