Helgi Bragason lögfræðingur og fasteignasali

Samkvæmt tölum frá þjóðskrá Íslands þá seldust 88 eignir í Eyjum árið 2018 þar af 39 í sérbýli og 49 í fjölbýli.  Er þetta aðeins undir fjölda seldra eigna árið 2017 þar sem fjöldi eigna var um 100 en í takti við árin þar á undan en fjöldi seldra eigna undanfarin ár hefur verið um 80 til 90 seldar eignir á ári.  Fasteignmarkaður hefur farið vel af stað á fyrstu vikum ársins 2019 eftir rólegar síðustu vikur ársins 2018.  Helgi Bragason lögfræðingur og fasteignasali sagði í samtali við Eyjafréttir að fermetraverðið væri að hækka um 10-15% á ári og að með hækkandi sól væri erfiðara að fá leiguhúsnæði í bænum.

„Meðalverðið allt árið 2018 var rúmlega 190 þús á fermeter að meðaltali ef skoðað er saman fjölbýli og sérbýli.  Árið 2017 var meðalverð á fjölbýli rúmlega 180 þúsund en á sérbýli um 170 þúsund.  Þannig að verð á sérbýli virðist hafa verið að hækka hlutfallslega meira sem er í takti við mína tilfinningu.  Markaðurinn í Vestmannaeyjum er frekar grunnur og því eru þessi meðaltöl ekki að gefa alveg rétta mynd af markaðnum,“ sagði Helgi, en vildi jafnframt benda á að nýbyggingar sem hafa verið að seljast eru í mörgum tilfellum seldar ekki fullbúnar og því gefa þeir kaupsamningar sem eru undirliggjandi í þessum tölum ekki rétta mynd af heildarverði eigna.  „Nýjar íbúðir sem seldar voru m.a. við miðbæinn voru að seljast ófullbúnar á um 300 – 400 þúsund á fermeter og fullbúnar eru þær því komnar í kringum 500 þúsund á fermeter. Ef við skoðum meðalverðið síðustu fjóra mánuði ársins 2018 þá er meðalverð íbúða í fjölbýli komið í 208 þúsund á fermeter og sérbýli í 204 þúsund á fermeter.  Þetta er í samræmi við þá þróun sem mér hefur fundist verið í gangi og verð að hækka um 10 – 15% á árinu,“ sagði Helgi.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In