Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í liðinni viku en aðfaranótt sl. föstudags var lögreglu tilkynnt um að þrír menn væri að slást á Hvítingavegi. Þegar lögregla kom á staðinn voru átökin yfirstaðin. Þarna höfðu orðaskipti á milli þessara þriggja endað með átökum, voru tveir af þeim með áverka á eftir án þess þó að um alvarlega áverka væri að ræða. Einn af þessu mönnum leitaði til læknis. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá liggja kærur fyrir vegna aksturs án ökuréttinda og vanbúnaðar á öryggisbúnaði bifreiðar.

Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur bifreiða að huga að ljósabúnaði bifreiða sinna en nokkuð er um að bifreiðar séu eineygðar eða ljós vanstilt.