Þarna verða ekki bílastæði

Nú er unnið að því að taka niður fiskikerin á Vigtatorgi, við það verkefni fór að heyrast manna á milli að þar ætti að búa til bílastæði. Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar sagð í samtali við Eyjafréttir að þarna ætti ekki að vea bílastæði. „Nei það er ekki ætlunin að vera með bílastæði […]

Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24.  janúar sl.  lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu  með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning. Taflfélagið tekur þátt í […]

Sjúkraflug næstum annan hvern dag

Karl Gauti Hjaltason alþingismaður ræddi um stöðu sjúkrahúsþjónustu í Vestmannaeyjum í ræðu sinni á alþingi í dag. Hann talaði meðal annars um skurðstofuna sem hér áður var starfandi og sjúkraflugvél sem var flutt á Akureyri úr varð að tvölfalt lengri viðbragstími er nú eftir sjúkraflugi. Einnig ræddi hann fæðingarþjónustuna og þá staðreynd að Vestmanneyingar fæðast nú […]

Svava Tara er nýr eigandi Sölku

Svava Tara Ólafsdóttir er nýr eigandi verslunarinnar Sölku. Bertha Johansen opnaði verslunina fyrir um átta árum síðan og er nú komið að kaflaskiptum. Blaðamaður hitti þær í gær en þá var Bertha að standa sína síðustu vakt í Sölku og Svava Tara að fara taka við lyklunum eftir lokun. Salka, undir stjórn Svövu Töru opnar […]

Guðný Emilíana sendir frá sér sitt fyrsta lag “It´s gonna be okay”

“It´s gonna be okay” er fyrsta lagið sem Eyjamærin Guðný Emilíana sendir frá sér. Það er jafnframt annað lagið og lag febrúarmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir. Lagið og textinn er eftir Guðný Emilíönu Tórshamar og syngur hún lagið sjálf. Allur hljóðfæraleikur, útsetning og […]

Hvetja bæjarfulltrúa til að halda áfram á braut góðra verka

Aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum voru haldnir í kvöld miðvikudaginn 27.febrúar. Prýðis mæting var á fundina en á þá mættu á fimmta tug félaga. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem m.a. voru kjörnar stjórnir félaganna. Stjórn sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja skipa: Páll Marvin Jónsson formaður, Andrea Guðjóns Jónasdóttir, Sindri Ólafsson, Kolbrún Kjartansdóttir […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.