Þarna verða ekki bílastæði

Nú er unnið að því að taka niður fiskikerin á Vigtatorgi, við það verkefni fór að heyrast manna á milli að þar ætti að búa til bílastæði. Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar sagð í samtali við Eyjafréttir að þarna ætti ekki að vea bílastæði. „Nei það er ekki ætlunin að vera með bílastæði […]
Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24. janúar sl. lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning. Taflfélagið tekur þátt í […]
Sjúkraflug næstum annan hvern dag

Karl Gauti Hjaltason alþingismaður ræddi um stöðu sjúkrahúsþjónustu í Vestmannaeyjum í ræðu sinni á alþingi í dag. Hann talaði meðal annars um skurðstofuna sem hér áður var starfandi og sjúkraflugvél sem var flutt á Akureyri úr varð að tvölfalt lengri viðbragstími er nú eftir sjúkraflugi. Einnig ræddi hann fæðingarþjónustuna og þá staðreynd að Vestmanneyingar fæðast nú […]
Svava Tara er nýr eigandi Sölku

Svava Tara Ólafsdóttir er nýr eigandi verslunarinnar Sölku. Bertha Johansen opnaði verslunina fyrir um átta árum síðan og er nú komið að kaflaskiptum. Blaðamaður hitti þær í gær en þá var Bertha að standa sína síðustu vakt í Sölku og Svava Tara að fara taka við lyklunum eftir lokun. Salka, undir stjórn Svövu Töru opnar […]
Guðný Emilíana sendir frá sér sitt fyrsta lag “It´s gonna be okay”

“It´s gonna be okay” er fyrsta lagið sem Eyjamærin Guðný Emilíana sendir frá sér. Það er jafnframt annað lagið og lag febrúarmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir. Lagið og textinn er eftir Guðný Emilíönu Tórshamar og syngur hún lagið sjálf. Allur hljóðfæraleikur, útsetning og […]
Hvetja bæjarfulltrúa til að halda áfram á braut góðra verka

Aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum voru haldnir í kvöld miðvikudaginn 27.febrúar. Prýðis mæting var á fundina en á þá mættu á fimmta tug félaga. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem m.a. voru kjörnar stjórnir félaganna. Stjórn sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja skipa: Páll Marvin Jónsson formaður, Andrea Guðjóns Jónasdóttir, Sindri Ólafsson, Kolbrún Kjartansdóttir […]