Þarna verða ekki bílastæði

Nú er unnið að því að taka niður fiskikerin á Vigtatorgi, við það verkefni fór að heyrast manna á milli að þar ætti að búa til bílastæði. Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar sagð í samtali við Eyjafréttir að þarna ætti ekki að vea bílastæði. „Nei það er ekki ætlunin að vera með bílastæði þarna. Bílastæði fyrir Ægisgötu 2 eru hugsuð á reitnum austan við Fiskiðjuna en þar er allt undirlagt af byggingaefnum og tækjum núna svo að það er lítið hægt að gera.“

Planið er að skoða hugmyndir með Merlin entertainments, „Við ætlum að skoða með Merlin með hvaða hætti við getum lagað Vigtartorgið en ljóst er að það verða ekki fiskiker. Við erum að vinna okkur í haginn með því að taka kerin, enda enginn augnayndi og það styttist í opnun safnsins.“

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið