Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 2. ágúst og nú er búið að tilkynna vinsælasta rappara landsins – Flóna – sem er að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti og stórsöngvarann vinsæla Friðrik Dór sem þekkir vel til Þjóðhátíðar, fastagestur í Herjólfsdal sem nær ótrúlegri stemningu í brekkunni. Búið var að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, Huginn og ClubDub og stefnir því í stórkostlega Þjóðhátíð miðað við fyrstu tilkynntu listamenn.