Þungarokkshljómsveitin Merkúr heldur sína fyrstu útgáfutónleika í kvöld kl. 22:00 á Háaloftinu. Húsið opnar kl 21. Allir velkomnir og frítt inn.

Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson (söngur og sólógítar), Trausti Mar Sigurðsson (gítar og bakrödd), Mikael Magnússon (trommur) og Birgir Þór Bjarnason (Bassi). Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu gáfu þeir út sínu fyrstu plötu “Apocalypse rising” sem hefur fengið mjög góða dóma og hefur notið mikilla vinsælda í Þýskalandi.