Ljóst að þetta mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins

Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var almenn umræða um stöðu loðnuveiða. Loðnuveiðar og vinnsla skipta samfélagið í Vestmannaeyjum miklu máli, þriðjungur loðnukvótans er á höndum fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Það er alvarlegt mál ef enginn kvóti er gefinn út og ljóst að það mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Bæjarstjórn felur fjármálastjóra sveitarfélagsins að fara yfir fjárhagsleg áhrif yfirvofandi loðnubrests og meta hvort að forsendurbrestur sé fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar aðalsjóðs og hafnarsjóðs. Mat fjármálastjóra verði lagt fyrir bæjarráð.

Mest lesið