Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 1. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, fara yfir samgöngumál og fleira á opnum fundi á Kaffi Kró miðvikudaginn 6. mars, kl. 20:00. Allir eru velkomnir. (meira…)
Fyrsti vorboðinn mættur

Jóhann Guðjónsson, Jói á Þristinum, brá ekki út af vana sínum og tilkynnti Eyjafréttum um komu fyrsta vorboðans, tjaldsins sem er fyrr á ferðinni en venjulega. ,,Ég sá fyrsta tjaldinn í dag sem er óvenju snemmt. Venjulega er hann að koma um miðjan mars. Í fyrra sá ég þann fyrsta á steini suður í Klauf sem […]
Síðustu daga hafa fréttir borist af loðnu við Norðurland

Vöktun á loðnustofninum mun halda áfram í þessari viku en skipið Polar Amaroq fór frá Reykjavík í dag til leitar úti fyrir Vestfjörðum til að kanna hvort vestanganga kunni að vera á ferðinni, og er gert ráð fyrir að skipið verði við leit næstu vikuna. Síðustu daga hafa fréttir borist af loðnu á grunnunum fyrir […]
Vona að mitt starf verði sá gluggi sem ætlast er til

Á föstudaginn hóf Klaudia Beata Wróbel, störf sem fjömenningarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Klaudia er 21 árs, fædd í Póllandi og kom til Íslands 2008. Talar mjög góða íslensku og útskrifaðist sem stúdent frá Farmhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í desember sl. Var hún valin úr hópi fjögurra umsækjenda. Klaudia er komin með íslenskan ríkisborgararétt. „Ég kom til landsins […]
Fyrsta golfmót ársins var haldið um helgina

Fyrsta mót ársins hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja var haldið í gær í blíðskaparveðri. Leiknar voru 12.holur og voru úrslitin eftirfarandi: Óðinn Kristjánsson 24.punktar Hrönn Harðardóttir 28. punktar Þóra Ólafsdóttir 29.punktar (meira…)
Þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót Öldunga var haldið í Laugardalshöllini 16. febrúar síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Árny Heiðarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 60-64 ára. Keppti hún í 60 metra hlaupi, langstökki og kúlu. Keppt var í tveimur riðlum og tóku 16 konur á öllum aldri þátt. Árný sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta hefði verið virkilega skemmtilegt mót og alltaf […]
4-2 tap gegn Fylki í Lengjubikarnum

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu mættu Fylki í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum síðastliðinn laugardag. Fylkir byrjaði leikinn mun betur og náðu 3-0 forystu eftir aðeins 28 mínútna leik. Með mörkum á sjöttu, áttundu og tuttugustu og áttundu mínútu. Þannig var staðan í hálfleik. Þegar um 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum bættur […]
Nýtt lag frá Foreign Monkeys komið á netið

Foreign Monkeys hefja kynningarvinnu við væntanlega plötu með hvelli. Lagið Won’t Confess er komið í útvarpsspilun og á Spotify ásamt því að drengirnir hafa sent frá sér myndband við lagið sem má finna á facebook og youtube síðum sveitarinnar. Lagið er sjálfstætt framhald lagsins Million sem er að finna á fyrstu plötu sveitarinnar π(Pi) en […]