4-2 tap gegn Fylki í Lengjubikarnum

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu mættu Fylki í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum síðastliðinn laugardag.

Fylkir byrjaði leikinn mun betur og náðu 3-0 forystu eftir aðeins 28 mínútna leik. Með mörkum á sjöttu, áttundu og tuttugustu og áttundu mínútu. Þannig var staðan í hálfleik.

Þegar um 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum bættur þeir svo við fjórða markinu. Eyjamenn bættu þó aðeins stöðunua með marki frá Telmo Ferreira Castanheira á sjötugustu mínútu og svo aftur með marki frá Sigurði Arnari Magnússyni á þeirri áttugustu og sjöttu.

SeaLifeTrust

Lokatölur því 4-2 Fylki í vil. Eyjamenn mæta næst Þrótti Reykjavík næstkomandi laugardag 9. mars kl. 14.00 á Eimskipsvelli.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið