Síðustu daga hafa frétt­ir borist af loðnu við Norður­land

Vökt­un á loðnu­stofn­in­um mun halda áfram í þessari viku en skipið Pol­ar Amar­oq fór frá Reykja­vík í dag til leit­ar úti fyr­ir Vest­fjörðum til að kanna hvort vestanganga kunni að vera á ferðinni, og er gert ráð fyr­ir að skipið verði við leit næstu vikuna.

Síðustu daga hafa frétt­ir borist af loðnu á grunn­un­um fyr­ir Norður­landi og mun Pol­ar vænt­an­lega skoða það svæði að lok­inni yf­ir­ferð við Vest­f­irði. Í dag er einnig ráðgert að Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF haldi frá Höfn í Hornafirði og skoði ástand loðnu­göng­unn­ar með suður­strönd­inni og djúp­in þar út af.

Frá því í fyrra­haust hef­ur ít­rekað verið farið í leiðangra til að meta stærð og út­breiðslu loðnu­stofns­ins. Auk rann­sókna­skipa Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hafa veiðiskip tekið þátt í verk­efn­inu. Ekki hef­ur fund­ist nægi­legt magn til að gefa út veiðikvóta eins og greint hefur verið frá og mun það hafa gríðalega mikil áhrif á bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar ef ekkert verður veitt af loðnu.

Alþýðuhúsið – KK
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið