Í Bæjarráði í gær var tekin var fyrir samantekt framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um stöðu mála. Þar kemur fram að sjóprufur fóru fram undir lok febrúar og er verið að vinna úr þeim athugasemdum sem þar komu fram. Ferjan fer í þurrkví en við botnskoðun kom í ljós að fara þarf í málningarvinnu fyrir afhendingu. Það liggur fyrir að einhver seinkun verði á afhendingu nýju ferjunnar og hefur ekki verið staðfest hvenær afhending fer fram. Rekstrarfélagið muni taka við rekstri ferjusiglinga þann 30. mars n.k. og mun hefja siglingar miðað við sjö brottfarir til og frá Eyjum á dag frá þeim tíma, hvort heldur siglt verður á núverandi Herjólfi eða nýrri ferju. Önnur verkefni sbr. vinna við gerð heimasíðu og tenging við nýtt bókunarkerfi gengur samkvæmt áætlun.