Bikardraumurinn úti hjá stelpunum

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta urðu að láta í minni pokann fyrir Valsstúlkum í undanúrslitum Coca-cola bikarsins nú fyrir stundu. Valsstúlkur byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina nánast allan leikin. Góð vörn Eyjastúlkna og stórleikur Guðnýjar Jenný í markinu hélt þeim þó í skefjum þannig að úr varð leikur. Sóknarleikur ÍBV var hinsvegar ekki uppá […]
Trommað til styrktar krabbavarnar

Sr. Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju, leiðir tímann í samvinnu við Siggu Stínu sem jafnframt kennir POUND leikfimi hér í Eyjum. POUND eru alhliða styrktar- og teygjuæfingar fyrir alla. Í æfingunum eru notaðir kjuðar sem eru nokkuð þyngri en venjulegir trommukjuðar sem slegnir eru í takt við taktfasta tónlist. Trommukunnátta er alls engin skylda fyrir […]
Baráttan um bikarinn hefst í dag

Það er komið að því, leikdagur er runninn upp! ÍBV og Valur spila í undanúrlsitum Coka Cola bikarsins í dag 7. mars kl. 18.00 í Laugardalshöll. Nú er mikilvægt að Eyjamenn fjölmenni í höllina og hjálpi stelpunum okkar að komast í úrslitaleikinn, í baráttunni um bikarinn. Stuðningsmenn geta komið á Ölver kl.16 og þar verða miðar […]
Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum

Bæjarráð lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ljóst er að með tilfærslu sýslumannsins í önnur verkefni og setningu sýslumannsins á Suðurlandi yfir embættið í Vestmannaeyjum getur komið til skerðingar á þjónustu við bæjarbúa. Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum í Vestmannaeyjum þrátt fyrir […]
Vélin tilbúin fyrir fyrsta mjaldraflugið

Boeing 747-400 ERF vöruflutningaþota Cargolux, sem mun fljúga með tvo mjaldra frá sjávardýragarðinum í Changfeng í Kína til Keflavíkurflugvallar, var kynnt í vikunni.Telst hún nú tilbúin fyrir verkefnið eftir að talsverðar breytingar voru gerðar á flugvélinni. Hefur meðal annars verið komið fyrir búnaði sem ætlað er að tryggja réttan loftþrýsting og rétt hitastig fyrir flug […]
Viltu læra gera pasta?

Michele Mancini og Einsi Kaldi ætla bjóða uppá mikla skemmtun fyrir konur fimmtudaginn 14. mars. Um er að ræða pastanámskeið og það sem í boðið verður er sýni kennsla í því hvernig á að útbúa Gnocchi, ravioli, tagliatelle o.fl. hefðbundna pastarétti. Síðan er aldrei að vita nema þeir félagar taki eina eða tvær ítalskar aríur? […]