Trommað til styrktar krabbavarnar

Sr. Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju, leiðir tímann í samvinnu við Siggu Stínu sem jafnframt kennir POUND leikfimi hér í Eyjum. POUND eru alhliða styrktar- og teygjuæfingar fyrir alla.

Í æfingunum eru notaðir kjuðar sem eru nokkuð þyngri en venjulegir trommukjuðar sem slegnir eru í takt við taktfasta tónlist. Trommukunnátta er alls engin skylda fyrir þá sem vilja taka þátt í POUND. Að sjálfsögðu er trommað til að styrkja Krabbavörn en líka til að minna á krabbameinsbaráttuna, hvort sem hún er karla eða kvenna. Ófáir íbúar Vestmannaeyja njóta góðs af starfi Krabbavarnar og því er til mikils að vinna. Því styrkjum við líkamann á sama tíma og við styðjum við náunga okkar. Verð fyrir tímann er 2.000 kr. og rennur allur ágóði til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.

Eina sem þarf að hafa meðferðis er vatnsbrúsi og að mæta í íþróttafötum. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í þetta þarfa og skemmtilega verkefni.

Sjáumst í AKÓGES 9. mars kl. 12:30 í dúndrandi stuði.