Meistaraflokkur ÍBV kvenna í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur í Faxaflóamótinu í gær þegar þær mættu HK/Víkingi í Kórnum.

HK/Víkingur komst yfir á 25. mínútu en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar.

Það var svo Cloe Lacasse sem tryggði ÍBV sigurinn með marki þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka.

Fyrir leikinn voru stelpurnar á botni A-riðils í Faxaflóamótinu án stiga.

Næsti leikur ÍBV og jafnframt sá síðasti í riðlinum er gegn Selfossi þann 17. apríl næstkomandi.