Kröpp lægð nálg­ast landið úr suðri og verður vax­andi aust­læg átt með morgn­in­um og slydda eða snjó­koma sunn­an­lands, en síðar rign­ing. Dá­lít­il él verða aus­ast, en ann­ars yf­ir­leitt þurrt. Síðdeg­is verður aust­an­hvassviðri sunn­an­lands og í kvöld er út­lit fyr­ir storm eða rok á því svæði. App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi fyr­ir Suður­land frá því klukk­an 16 í dag og fram til há­deg­is á morg­un.

Útlit er fyr­ir að veðrið verði einna verst allra syðst á land­inu og gera spár ráð fyr­ir meðal­vindi um 20-28 m/​s og  jafn­vel allt að 30 m/​s seint um kvöldið. Til að mynda er gert ráð fyr­ir allt að 30 m/​s í meðal­vindi í Vest­manna­eyj­um frá kl. 18 í dag til miðnætt­is.