Björgunarfélagið var kallað út tvisvar sinnum í dag en um miðjan dag byrjaði að hvessa verulega í Vestmannaeyjum. App­el­sínu­gul viðvör­un var í gildi fyr­ir Suður­land frá því klukk­an 16 í dag og fram til há­deg­is á morg­un.

Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélagsins í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Eyjafréttir að um tvö útköll hafi verið að ræða á svipuðum tíma um í dag. Tveir skjólveggir losnuðu í Bessahrauni og þakklæðing á Smáragötu, „annars hefur verið rólegt hjá okkur,” sagði Arnór.

Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur sagði í fréttum á RÚV í kvöld að það lægi fyrst í Vestmannaeyjum eða upp úr miðnætti, síðan undir Eyjafjöllum og í Öræfum með morgninum.