Vinyl útgáfan komin í forsölu

Foreign Monkeys gefur út nýja plötu, Return 2. apríl nk. Platan kemur út á helstu tónlistarveitum, t.d. Spotify og Apple Music en einnig í takmörkuðu 300 platna upplagi á vinyl. Það form hefur verið að hasla sér völl aftur undanfarin ár og koma helstu titlar í dag út á því formi. Forsala á vinyl útgáfu Return er hafin á heimasíðu sveitarinnar www.foreignmonkeys.com og geta áhugasamir skráð sig í pottinn þar. Forsalan hefur farið mjög vel af stað og eru þeir Gísli Stefánsson, Bogi Ágúst Rúnarsson og Víðir Heiðdal meðlimir sveitarinnar hæstánægðir með viðtökurnar.

Áhugasamir sem eiga enn eftir að kynna sér fyrstu smáskífu plötunar, Won’t Confess geta hlustað á hana á Spotify.