ÍBV unnu Stjörn­una með tveggja marka mun 25:23 þegar liðin átt­ust við í Vestmannaeyjum í Olís-deild kvenna í kvöld. Arna Sif Páls­dótt­ir átti góðan leik og skoraði sjö mörk. Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir átti einnig flott­an leik í mark­inu og varði 14 skot. Guðný Jenný var virki­lega sátt með sig­ur liðsins á móti Stjörn­unni. Hún átti góðan leik í mark­inu þar sem hún varði fjór­tán skot, þar af eitt ví­tak­ast. „Ég er gríðarlega ánægð með frammistöðuna og það var mjög mik­il­vægt að ná í þessi tvö stig. Mér fannst við ná að vinna leik­inn á góðri vörn,“ sagði Guðný Jenný í samtali við mbl.is