Leikur ÍBV og Akureyrar verður spilaður í kvöld

Hinn marg­frestaði leik­ur á milli ÍBV og Ak­ur­eyr­ar í 17. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik verður spilaður í Vest­manna­eyj­um í kvöld.

Þríveg­is hef­ur þurft að fresta leikn­um en í til­kynn­ingu frá HSÍ seg­ir að Ak­ur­eyr­ing­arn­ir hafi komið með Herjólfi í gærkvöldi og hefst leikurinn klukk­an 18.

Íslands­meist­ar­ar ÍBV eru í 6. sæti deild­ar­inn­ar með 15 stig en Ak­ur­eyri er í 11. og næst­neðsta sæt­inu með 8 stig.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Mest lesið