Mikið hefur verið um fyrirspurnir frá fólki síðustu daga um það hvort það hafi verið bólusett fyrir mislingum á árum áður. Mikið af þessum upplýsingum eru í eldri pappírssjúkraskrám og eru ekki aðgengilegar sem stendur. Vegna anna starfsfólks þessa dagana, m.a. í tengslum við mislingafaraldurinn er ekki hægt að verða almennt við svona fyrirspurnum samdægurs eða allra næstu daga, sjálfsagt að verða við því um leið og tími gefst til.  Starfsfólk heilsugæslunnar skráir þá sem þess óska niður á lista og síðan verður haft samband við viðkomandi þegar búið er að vinna úr fyrirspurninni.

Benda má á að:

  • Flestir fæddir 1970 og fyrr hafa fengið mislinga.
  • Þeir sem eru fæddir eftir 1975 eru líklegast bólusettir nema foreldrar þeirra hafi hafnað bólusetningu.
  • Allir fengu bólusetningarskírteini sem oft eru til í fórum foreldra. Ef bólusetning er skráð í kringum 12 ára aldur er það líklegast mislingabólusetning.
  • Hægt er að sjá bólusetningar sem gefnar voru eftir að farið var að skrá bólusetningar í rafrænan bólusetningargrunn inn á mínum síðum heilsuvera.is  eða á island.is

Á heimasíðu embættis landlæknis má finna nýjustu upplýsingar og ráðleggingar um mislinga á Íslandi.

Af HSU.is