Fólksbíll valt á Hamarsvegi um klukkan fjögur í dag. Einn ökumaður var í bílnum og er allt útlit fyrir að hann hafi sloppið án teljandi meiðsla. Búið er að rétta bílinn við og er hann talsvert skemmdur.