Nýja Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur er full­bú­in og til­bú­in til af­hend­ing­ar ytra. Pólska skipa­smíðastöðin hef­ur sent Vega­gerðinni til­kynn­ingu um það. Enn hef­ur ekki verið ákveðin dag­setn­ing fyr­ir af­hend­ingu.

Björg­vin Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri BP Shipp­ing Agency Ltd. sem er umboðsaðili Crist skipa­smíðastöðvar­inn­ar í Gdynia, seg­ir að flokk­un­ar­fé­lag sé búið að taka út skipið. Full­trúi Sam­göngu­stofu sé vænt­an­leg­ur um helg­ina til að taka út björg­un­ar­búnað. Hann seg­ir að með til­kynn­ingu um að skipið sé til­búið til af­hend­ing­ar hafi fylgt upp­lýs­ing­ar um kostnað við auka­verk.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vega­gerðar­inn­ar er verið að ganga frá lo­ka­upp­gjöri. G. Pét­ur Matth­ías­son upp­lýs­inga­full­trúi upp­lýs­ir að upp­gjörið sé nokkuð flókið vegna þess hvað smíðin hef­ur taf­ist og vegna auka­verka. Full­trú­ar Vega­gerðar­inn­ar fari út til Pól­lands í næstu viku og þá sé reiknað með að hægt verði að ganga frá lo­ka­upp­gjöri, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greindi frá.