„Við vilj­um hafa eitt­hvað um Land­eyja­höfn að segja og kanna aukna nýt­ing­ar­mögu­leika á henni sem leitt gætu til um­tals­verðrar at­vinnu­upp­bygg­ing­ar í Rangárþingi eystra,“ seg­ir Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra en markaðs- og at­vinnu­mála­nefnd hef­ur lagt það til við sveit­ar­stjórn að hún beiti sér fyr­ir því.

„Höfn­in er rík­is­höfn með enga hafn­ar­stjórn og Rangárþing eystra hef­ur ná­kvæm­lega ekk­ert um Land­eyja­höfn að segja þrátt fyr­ir að hún sé í okk­ar sveit­ar­fé­lagi. Okk­ur finnst grát­legt að höfn­in sé ekki nýtt í fleira en ferju­sigl­ing­ar. Við erum ekki að tala um að fara í sam­keppni við Herjólf eða Eyja­menn. Það er hins veg­ar búið að setja mikið fjár­magn í höfn­ina og það á enn eft­ir að setja meira. Hvers vegna ekki að nýta höfn­ina bet­ur?“ spyr Ant­on Kári sem seg­ir að ferðaþjón­ustuaðilar vildu gjarn­an geta boðið ferðamönn­um að leigja sæþotur eða fara í skemmtisigl­ing­ar.

„Það mætti líka sjá fyr­ir sér, þegar fram­kvæmd­um á innri höfn­inni er lokið, smá trillu­út­gerð þar sem Ran­gæ­ing­ar gætu veitt sér í soðið.“

Morgunblaðið greindi frá.