Ógleymanlegt og bestu stundir lífs míns

Heimey með sinni náttúru og orku er fullkominn staður til að líta inná við

Daney með pabba sínum í Jungfrau-Marathon, fjallamaraþoninu.

Daney Götschi kom til Vestmannaeyja árið 2007, upphaflega ætlaði hún bara að vera hérna í eitt ár en núna eru þau orðin tólf. Það sem heillaði hana við eyjuna skyldi enginn undrast en það var náttúran, loftið og orka sem hér er. Henni finnst veturinn í Vestmannaeyjum stórkostlegur, kyrrðin, myrkrið og þögnin sem þá er heillar hana. Daney nýtur þess að labba og hlaupa um Eyjuna, stefnir á maraþon í heimalandinu sínu seinna á þessu ári og svo ætlar hún að taka þátt í Puffin run hlaupinu sem haldið verður í Vestmannaeyjum í maí.

Daney fæddist og ólst upp við  Zurich vatn við hliðina á fallegum víngarði sem er í Männedorf í Sviss. Það var svo haustið 2007 sem hún kom til Vestmannaeyja, „ég kom hingað eftir frábæra ferð með flutningsskipinu Dettifoss.“ Valið á Vestmannaeyjum sem áfangastað sagði Daney að það hefði verið blanda af ævintýralegum og persónulegum ástæðum, „í raun var ég bara að fylgja minni innri rödd sem vísaði mér hingað.“

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In