Miðvikudaginn 20. mars hélt Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Góð mæting var á erindið eða á fjórða tuginn. Yfirskrift erindisins var Fiskistofa og framtíðin.

Eyþór fjallaði um þær breytingar sem framundan eru hjá Fiskistofu í hinni stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað í öllum samskiptum og þjónustu. Fiskistofa hefur uppi mikil áform um stóreflingu á stafrænni þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina sinna og annarra haghafa.
Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum upp á síðkastið og reyndi Eyþór að tæpa á því helsta sem hefur verið í umræðunni.
Sem fyrr spurðu gestir erindisins spurninga sem Eyþór reyndi að svara eftir bestu getu. Útvegsbændur í Eyjum nýttu tækifærið þar sem Eyþór var í Eyjum og áttu góðan fund með honum í framhaldinu af erindinu.

Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.

Hægt er að horfa á erindið hérna.