Dagana 19.- 21. mars verða þemadagar í Hamarsskóla. Þessa daga verður unnið með 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver og einn árgangur mun skoða ákveðið þema sem tengist okkar merku bæjarsögu.

Fimmtudaginn 21. mars milli 17:00 – 19:00 verður skóladagur Hamarsskóla. Að þessu sinni verður hann með breyttu sniði þar sem afrakstur þessara daga og vinna nemenda verður til sýnis og verður miðpunktur skóladagsins. Hver og einn árgangur verður með atriði á sal sem við munum svo auglýsa á staðnum. Vöfflur og kaffi verða til sölu gegn vægu gjaldi.

Ekki verður danssýning á undan að þessu sinni en hún verður samt sem áður á sínum stað í maí.

Hægt er að finna allar upplýsingar um skóladaginn hérna.