Búningsklefarnir við Hásteinsvöll

ÍBV íþróttafélag sendi bæjarráði erindi þar sem óskað var eftir því við bæjarráð að flytj fjármagn vegna framkvæmda sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019, frá Týsheimili yfir í stúkuna við Hásteinsvöll. Markmiðið er áfram að endurbæta aðstöðu leikmanna, dómara og starfsfólks í tengslum við knattspyrnuleiki á Hásteinsvelli, en þeirri aðstöðu verði komið […]
Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við HSU

Sjö umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Styrmir Sigurðarson hefur gegnt starfinu síðan árið 2015 en hann lætur nú af störfum. Umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Ráðið verður í starfið til fimm ára. Umsækjendur um starfið eru eftirtaldir: Nafn […]
Að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið

Bæjarráð tók í vikunni fyrir erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðareiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Bæjarráð er sammála flutningsmönnum tillögunnar um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reyljavíkurflugvallar og þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug […]
Jói Listó opnaði sýningu í Einarsstofu í gær

Það var margt um manninn í gær þegar Jóhann Jónsson, Jói listó opnaði sýningu sína í Einarsstofu í Safnahúsinu. Gunnar Júlíusson, myndlistarmaður setti upp sýninguna með Jóa en á henni sýnir Jói vatnslitamyndir og sýnishorn af öðru sem hann hefur verið að gera í gegnum tíðina. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á virkum […]
Kröpp og óvenjudjúp lægð gengur nú yfir

Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Athygli er vakin á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem í gildi eru í dag. Samkvæmt spá á að bæta í vindinn þegar líða tekur á daginn en dregur síðan heldur úr vindi og snjókomu seint í kvöld og nótt. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á […]
Sýning Jóa listó opnuð í gær

Í gær opnaði Jóhann Jónsson, Jói listó sýningu sína í Einarsstofu í Safnahúsinu. Á sýningunni sýnir Jói vatnslitamyndir og sýnishorn af öðru sem hann hefur verið að gera í gegnum tíðina. Gunnar Júlíusson, myndlistarmaður setti upp sýninguna með Jóa. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á virkum dögum kl. 10-18 og um helgar 13-16. Á […]
Áformin trúnaðarbrestur gagnvart sveitarfélögunum í landinu

Á fundi bæjarráðs í vikunni var fjallað um bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars, vegna áforma fjármálaráðherra og ríkissjórnarinnar um að skerða tekjur jöfnunarsjóðs. Kemur meðal annars fram í umræddri bókun að stjórnin mótmæli harðlega fyrirætlun fjármála- og efnahagsráðherra um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 ma.kr.(innsk. 2,8 ma.kr.) á næstu […]