Það var margt um manninn í gær þegar Jóhann Jónsson, Jói listó opnaði sýningu sína í Einarsstofu í Safnahúsinu. Gunnar Júlíusson, myndlistarmaður setti upp sýninguna með Jóa en á henni sýnir Jói vatnslitamyndir og sýnishorn af öðru sem hann hefur verið að gera í gegnum tíðina.

Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á virkum dögum kl. 10-18 og um helgar 13-16. Á sýningunni verða valin verk og vinna, list og ekki list frá öldinni sem leið og fram á vora daga.