Fatagámur Rauða Krossins er reglulegur viðkomustaður margra. Neysla landans hefur aukist alveg gríðarlega á síðustu árum, en margt bendir til þess að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um neyslu sína og áhrif þess á umhverfið.
Rauði krossinn sér um að flokka og endurvinna vefnaðarvöru hér á landi en fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni samtakanna. Þórunn Jónsdóttir hjá Rauða Krossinum fer þrisvar sinnum í viku að tæma gámana í Vestmannaeyjum sem eru fyrir utan Eimskip, en þeir sjá einmitt um að flytja varninginn í höfuðborgina. Viðtalið við Þórunni og Geir Jón Þorisson birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Samkvæmt umhverfisráðuneytinu henti hver Íslendingur að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm árið 2016. Í þessum fimmtán kílóum er bæði það sem fer til endurnýtingar og það sem ratar í blandaðan úrgang og endar í flestum tilfellum í urðun. Því til samanburðar þá henti hver íbúi að meðaltali rúmum 8 kílóum árið 2012, aukningin á þessum þremur árum er því mjög mikil.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In