Boeing 747-400 ERF vöru­flutn­ingaþota Car­golux, sem mun fljúga með tvo mjaldra frá sjáv­ar­dýrag­arðinum í Chang­feng í Kína til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, var kynnt í vik­unni. Telst hún nú til­bú­in fyr­ir verk­efnið eft­ir að tals­verðar breyt­ing­ar voru gerðar á flug­vél­inni. Hef­ur meðal ann­ars verið komið fyr­ir búnaði sem ætlað er að tryggja rétt­an loftþrýst­ing og rétt hita­stig fyr­ir flug mjaldr­anna, að því er fram kem­ur í svari Car­golux við morgunblaðið.

Ker­in sem flytja mjaldr­ana tvo eru sér­stak­lega hönnuð fyr­ir flutn­ing­inn og seg­ist Car­golux vera í nánu sam­starfi við hönnuði ker­anna til þess að tryggja ör­ugg­an flutn­ing dýr­anna. Einnig er starf­rækt virkt sam­ráð við hvala­sér­fræðinga og sér­fræðinga á sviði dýra­lækn­inga „þar sem lík­am­leg og and­leg vellíðan hval­anna er mik­il­væg­asta viðfangs­efnið“. Gert er ráð fyr­ir að flogið verði um miðjan apríl frá Kína. Þá er fram­kvæmd verk­efn­is­ins sögð á áætl­un og að vel gangi að und­ir­búa mjaldr­ana fyr­ir ferðina, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.