Guðný Jenný Ásmundsdóttir

Markvörður hand­knatt­leiksliðs ÍBV og ís­lenska landsliðsins, Guðný Jenny Ásmunds­dótt­ir, er með slitið kross­band í hné og leik­ur ekki meira á þessu ári.

Þar með er ljóst að ÍBV-liðið verður án henn­ar á loka­spretti deild­ar­keppn­inn­ar og í úr­slita­keppn­inni um Íslands­meist­ara­titil­inn en flest bend­ir til að ÍBV mæti Val í undanúr­slit­um. Einnig verður landsliðið án Jennyj­ar í vor þegar það mæt­ir spænska landsliðinu í um­spils­leikj­um um keppn­is­rétt í loka­keppni HM.

Jenny meidd­ist í upp­hit­un fyr­ir fyrsta leik ís­lenska landsliðsins á Baltic Cup í Póllandi á síðasta föstu­dag og tók ekk­ert þátt í mót­inu eft­ir það. Grun­ur beind­ist strax að því að meiðslin vær al­var­leg en staðfest­ing fékkst ekki fyrr en að lok­inni mynda­töku hjá lækni í gær eft­ir að landsliðið var komið heim úr Pól­lands­för­inni. Hrafn­hild­ur Ósk Skúla­dótt­ir, þjálf­ari ÍBV, staðfesti við Morg­un­blaðið í gær að meiðsli Jennyj­ar væru jafn al­var­leg og raun ber vitni. Hrafn­hild­ur verður nú að setja allt sitt traust á Andr­eu Gunn­laugs­dótt­ur sem verið hef­ur ann­ar markvörður ÍBV í vet­ur.

Mbl.is greindi frá.