Í gær var haldinn fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem bar yfirskriftina: Loðnubrestur, áhrif, afleiðingar og aðgerðir. Fundurinn var haldinn af Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ, SASS og Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Eins og fram kom á fundinum í gær er brest­ur­inn mikið fjár­hags­legt högg fyr­ir sam­fé­lag eins og Vest­manna­eyj­ar, fólkið sem þar býr, fyr­ir­tæk­in og sveit­ar­fé­lagið, sem eiga mikið und­ir loðnu­veiðum og vinnslu loðnu­af­urða

„Horf­um til framtíðar, auk­um rann­sókn­ir, reyn­um að minnka óvissu um það sem við erum að taka úr nátt­úr­unni og skilja það bet­ur. Búum líka til rekstr­ar­hæft um­hverfi fyr­ir fyr­ir­tæk­in þannig að þau séu bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við sveifl­ur í nátt­úr­unni,“ sagði Sindri í lokin á sínu erindi.

Um 50 manns mættu á fundinn. Fjöldi fólks horfði einnig á fundinn í beinni útsendingu á internetinu. Þrír framsögumenn voru, Hrafn Sævaldsson, Nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja; Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Sindri Viðarsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja.

Þingmenn Suðurlands voru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Fjórir þingmenn komu til Eyja til að taka þátt í fundinum þeir, Ásmunur Friðriksson, Karl Gauti Hjaltason, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason. Fyrir fundinn funduðu þeir með forsvarsmönnum uppsjávarfyrirtækjanna um loðnubrestinn.

Vestmannaeyjabær tilkynnti á fundinum að bærinn myndi láta vinna greiningu á stöðunni og láta jafnframt meta samfélagsáhrif sem loðnubresturinn í ár er að hafa á samfélagið í Eyjum í heild sinni.