„Ég er nú bú­inn að vera í mörg­um ný­bygg­ing­um, hef tekið þátt í að smíða 20-30 skip, en hef aldrei séð neitt þessu líkt. Þetta hlýt­ur að vera van­kunn­átta. Menn bara haga sér ekki svona,“ seg­ir Björg­vin Ólafs­son, umboðsmaður skipa­smíðastöðvar­inn­ar Crist S.A. á Íslandi, við Morg­un­blaðið, en skipa­smíðastöðin sér um smíði nýs Herjólfs í Póllandi.

Vís­ar hann í máli sínu til þess hvernig Vega­gerðin hef­ur haldið á mál­um varðandi af­hend­ingu Herjólfs. Þegar menn hafi greint á um kostnað hafi ekki verið gerð nein til­raun til að ræða mál­in á yf­ir­vegaðan hátt og finna lausn. „Menn komu bara með lög­fræðistóð frá Dan­mörku á fyrsta fund og það er auðvitað þeirra hag­ur að allt fari í háa­loft. Það var eng­inn tækni­maður sem gat rætt mál­in,“ seg­ir hann.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Björg­vin að Herjólf­ur hafi verið boðinn út með teikn­ing­um frá Vega­gerðinni, gerðum í Nor­egi og þær kostað hundruð millj­óna króna.

Mbl.is greindi frá