Við munum tryggja að samgöngur verði með þeim hætti sem þær þurfa að vera

Frá og með miðnætti í kvöld mun rekstrarfélagið Herjólfur ohf. taka við sjósamgöngum okkar Vestmannaeyinga. Upphaflegt plan var að sigla nýju skipi í Landeyjarhöfn með fyrstu ferð í fyrramálið klukkan sjö, en eins og staðan er siglir gamli Herjólfur til Þorlákshafnar í fyrramálið. Blaðamaður Eyjafrétta hitti á Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastóri Herjólfs ohf. í dag […]
Herjólfur ofh. tekur við rekstri Herjólfs

Vegagerðin og Herjólfur ohf. gerðu í dag með sér samkomulag vegna siglinga gamla Herjólfs. En Herjólfur ohf. tekur í fyrramálið við rekstri á siglingum milli lands og Vestmannaeyja sem Sæferðir/Eimskip hefur sinnt mörg undanfarin ár. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmannabæjar. Forstjóri Vegagerðarinnar skrifaði undir samkomulagið í Reykjavík ásamt fulltrúm Herjólfs ohf. en síðar í […]
Minni hagnaður, meiri framlegð og Asía orðin helsta markaðssvæðið

Hagnaður VSV-samstæðunnar nam 6,7 milljónum evra á árinu 2018, jafnvirði liðlega 900 milljóna króna, og minnkaði um 23% frá fyrra ári þegar hann var 8,7 milljónir evra. Þetta kom fram á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 28. mars 2018. Framlegð VSV-samstæðunnar (EBITDA) jókst um 23,5% og nam 19,3 milljónum evra en var 15,6 milljónir […]
Smíðin á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Smíðin á Vestmannaeyjarskipunum Vestmannaey og Bergey í Aukra í Noregi gengur samkvæmt áætlun, en skipin eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni sem íslensk útgerðarfyrirtæki sömdu um við fyrirtækið Vard. Gert er ráð fyrir að Vestmannaey verði afhent útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, í júnímánuði nk. en Bergey nokkru síðar. Í Vestmannaey er vinna í vélarúmi langt […]
Engin síld, enginn makríll, engin loðna – eftir Ágúst Halldórsson

Þriðja lagið og lag marsmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Engin síld, enginn makríll, engin loðna” eftir Eyjamanninn og sjómanninn Ágúst Halldórsson. Bráðskemmtilegt og grípandi lag sem á svo sannarlega vel við þessa dagana. Lag og texti: Ágúst Halldórsson Söngur: Ágúst Halldórsson […]
Fjórir frá ÍBV í U21-landsliðinu

Íbv og ÍR eiga flesta fulltrúa í U21-landsliði karla í handbolta sem valið hefur verið til æfinga dagana 10.-12. apríl. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og Sigursteinn Arndal, verðandi þjálfari FH, stýra liðinu en þeir hafa valið 22 leikmenn til æfinga. ÍBV og ÍR eiga þar 4 leikmenn hvort. Einn leikmaður spilar utan Íslands en […]
Lumar þú á næsta Goslokalagi?

BEST, Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda, í samstarfi við Goslokanefnd óskar eftir framlögum í samkeppni um nýtt Goslokalag fyrir hátíðina 2019. Skilafrestur er til og með miðvikudeginum 1. maí. Framlag skal sendast á best.eyjar@gmail.com sem hljóðskjal (mp3, wav, wma, aac eða sambærilegt) ásamt texta og hljómsetningu þess. Útskrifuð laglína á nótum er vel þegin. Þeir […]