Þriðja lagið og lag marsmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir er lagið “Engin síld, enginn makríll, engin loðna” eftir Eyjamanninn og sjómanninn Ágúst Halldórsson.

Bráðskemmtilegt og grípandi lag sem á svo sannarlega vel við þessa dagana.

Lag og texti: Ágúst Halldórsson
Söngur: Ágúst Halldórsson
Sérstakir gestir: Karlakór Vestmannaeyja
Trommur: Birgir Nielsen
Brass: Einar Hallgrímur Jakobsson
Annar hljóðfæraleikur, útsetning og upptaka: Gísli Stefánsson

Það er Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sem bíður okkur upp á lag mars mánaðar.

„Ef þú ert úr Eyjum og lumar á lagi eða texta sendu okkur endilega línu á [email protected]. Eins ef þú eða þitt fyrirtæki vill styrkja þetta verkefni,” segir í lýsingu lagsins á youtube rás BEST.