Íbv og ÍR eiga flesta full­trúa í U21-landsliði karla í hand­bolta sem valið hef­ur verið til æf­inga dag­ana 10.-12. apríl. Ein­ar Andri Ein­ars­son, þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar, og Sig­ur­steinn Arn­dal, verðandi þjálf­ari FH, stýra liðinu en þeir hafa valið 22 leik­menn til æf­inga. ÍBV og ÍR eiga þar 4 leik­menn hvort.

Einn leikmaður spil­ar utan Íslands en það er Örn Östen­berg sem leik­ur með Amo í Svíþjóð. Örn, sem er son­ur Vé­steins Haf­steins­son­ar og Önnu Östen­berg, var skamm­an tíma hjá Sel­fossi en er fædd­ur og upp­al­inn í Svíþjóð. Hóp­ur­inn er hér að neðan:

ÍBV: Andri Ísak Sig­fús­son, Daní­el Griff­in, Elliði Snær Viðars­son, Gabrí­el Martín­ez Ró­berts­son.

ÍR: Arn­ar Freyr Guðmunds­son, Pét­ur Árni Hauks­son, Sveinn Andri Sveins­son, Sveinn Jó­hanns­son.

FH: Birg­ir Birg­is­son, Bjarni Ófeig­ur Valdi­mars­son, Jakob Mart­in Ásgeirs­son.

Grótta: Al­ex­and­er Jón Más­son, Hann­es Grimm, Sveinn Jose Ri­vera.

Hauk­ar: Andri Scheving, Darri Aronson, Orri Þorkels­son.

Val­ur: Ásgeir Snær Vign­is­son.

Ak­ur­eyri: Hafþór Vign­is­son.

Vík­ing­ur: Kristó­fer Andri Daðason.

KA: Sigþór Gunn­ar Jóns­son.

Amo: Örn Östen­berg.

Mbl.is greindi frá