Gísli Matth­ías sem­ur við Phaidon

Þau gleiðitíðindi ber­ast að mat­reiðslumaður­inn Gísli Matth­ías Auðuns­son sé bú­inn að skrifa und­ir samn­ing við Phaidon-bóka­út­gáf­una um að gera bók um Slipp­inn og Vest­manna­eyj­ar.

Að sögn Gísla er þetta langþráður draum­ur en viðræður hafa staðið við Phaidon í tæp fjög­ur ár. Vinnsla bók­ar­inn­ar hefst af full­um þunga í sum­ar en bú­ast má við glæsi­legri bók enda Phaidon leiðandi í hönn­un­ar-, lista- og mat­reiðslu­bók­um.

mbl.is greindi frá