Undankeppni Músíktilrauna 2019 fer fram þessa dagana og fór fram þriðja undanúrslitakvöldið fram nú í kvöld. Þar á meðal keppenda var hin vestmannaeyska þungarokksveit Merkúr sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu plötu.

Á undanúrslitakvöldunum, sem eru fjögur talsins, velur salurinn eina hljómsveit og dómnefnd eina áfram. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hjá Merkúr mönnum voru þeir hins vegar ekki valdir áfram í kvöld.

Það er þó ekki öll von úti enn því þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja hljómsveitir áfram aukalega í úrslit. Möguleiki er því fyrir hendi að hljómsveit komist áfram þrátt fyrir að hafa ekki farið áfram á sínu undankvöldi.

Hvort sem að Merkúr hlýtur náð dómnefnar eða ekki er víst að þeir eiga framtíðina fyrir sér í heimi þungarokksins.

Hægt er að sjá upptöku frá keppni kvöldsins á Facebook síðu Músíktilrauna. Merkúr stígur á svið á 44. mínútu.